Skemmtilegt djamm Stúdentaráðs

Ég var í vísindaferð áðan í FS með stúdentaráðsliðum og nefndarfólki. Ég var reyndar svoltið fúll yfir því að missa af Sartre fyrirlestrunum en ég jafnaði mig fljótt. FS kynningin var forvitnilega. Boðið upp á fínan mat og ég át á fullu án samviskubits enda var en slatti eftir þegar við fórum loks á Kjallarann. MA-hluti hópsins tók líka nokkrar umferðir af Hesta-Jóa öðrum til gleði.

Á Kjallaranum var farið í spurningakeppni, Stúdkviss, þar sem fólk var parað saman af random. Ég lenti með Agga og var nokkuð glaður með það. Undarlegasta pörunin var hins vegar Atli Bolla og Kristinn Már. Spurningakeppnin var afar ákaflega skemmtileg. Aggi var frekar drukkinn og saman náðum við að vera ákaflega leiðinlegir við dómarana og andstæðinga okkar. Það þurfti líka einhvern pirrandi keppanda þar sem Elli var dómari. Ég varð leiðinlegastur þegar ég öskraði að Kenneth væri lygari þegar kom í ljós að svarið okkar um fæðingarár hans var vitlaust. Ég vona að hann hafi ekki verið sár.

Úrslitin voru góð. Við Aggi, eða Gnarrinn og Gneistinn einsog hann vildi kalla okkur, urðum efstir ásamt Auði og Evu. Nokkuð gott. Sigurinn hefði verið óumdeildur okkar ef við hefðum náð árinu á helvítis jafnréttisverðlaununum, upphafsári Stúdentablaðsins eða dagsetningunni á stofnun SHÍ (munaði þremur dögum). En það er í lagi að deila efsta sætinu, sérstaklega með Auði sem tekur svona keppnum alveg jafn alvarlega og ég.

Ég vann þrjá bjóra sem er frekar mikil sóun. Ég fékk eina appelsín hjá Fabri (sem er fæddur í Bologna, flottur Aggi) og kom mér síðan til Evu og Heiðu. Ég gat ekki enst lengur í reyknum þarna.

Það koma myndir inn á myndasíðuna innan skamms og vonandi verða þær gerðar aðgengilegar fyrir alla annars staðar. Hugsanlega á student.is – finnst ekki viðeigandi að láta þetta á Háskólalistasíðuna.