Vísindalegar spurningar

Sem vísindalega sinnaður maður að lesa um hjátrú þá spyr ég mig reglulega spurninga. Ef það að láta upp í sig tönn úr dauðum manni er lækning á einhverju þá vil ég vita hvort maður þarf að hafa verið dauður þegar tönnin datt út eða hvort þetta má vera tönn af manni sem hefur látist löngu eftir að tönnin var fjarlægð. Við þurfum að hafa þetta á hreinu því annars virkar þetta kannski ekki.