Jæja, Telma mín komst ekki áfram en stóð sig vel. Hún var samt greinilega stressuð þegar hún söng. Ég fór á Nösu með Eygló og Silju til að styðja hana. Voðalega vírd, sérstaklega fyrri parturinn. Þessi hópur var töluvert betri en það sem ég hef séð í þessari keppni.
Hér sjáum við útsýni okkar á Idol stjörnurnar, ekki það sem þið fáið að sjá í sjónvarpinu sem sýnir kannski að stundum er sjónvarpið betra.
Aðeins fleiri myndir á 123 eftir örskamma stund.
Síðan förum við Telma saman í Hjatrúarprófið á morgun. Voða gaman.