Tveir þriðju

Búinn með tvö próf. Þetta gekk bara ágætlega. Sat í rúmar 100 mínútur og fór. Var reyndar fyrstur en ég hafði ekkert meira að segja, ég er ekki þannig að ég nenni að bæta endalaust við, klára bara. Beið í smá tíma eftir því hvort aðrir færu að koma út en gafst upp á biðinni. Ég hefði ekki átt að gera það því Idol-böddíinn minn var allavega ekki mikið lengur þarna. Erum að stefna að deiti með Silju og Sigrúnu fyrir Þjóðsagnafræðiprófið.

Fór í Kringluna áðan. Voðalega er mikið af fólki þarna. Ég fer væntanlega aftur þann 21. um morguninn.

Jólaplönin mín breyttust aðeins í gær vegna þess að elskuleg systir mín er að koma frá Svíþjóð. Á eftir að ganga frá því.