Lok annar

Jeyhehey. Mér gekk bara vel í Þjóðsagnafræðiprófinu. Ég er samt fúll að ekkert kom um Bettelheim eða Dundes. Það sem er ánægjulegra en gengið í prófinu er að ég fékk 8 fyrir ritgerðina þó ég hafi ekki verið sáttur við hana („it did not reflect my best work“). „Þú hefðir átt að væla meira um hvað hún var léleg“ sagði Sigrún sem fékk nú hærra en ég (og já, ég vældi mikið). Nú er það bara the waiting game. Veit ekki hvort maður á að búast við nokkru fyrren eftir áramót.

Ég skrapp síðan á skrifstofu Stúdentaráðs og hélt vöku fyrir Ella. Hitti síðan Ásgeir á Bóksölunni. Nú er það bara að klára jólaundirbúninginn.

Og já, þetta þýðir víst að ég er búinn með alla kúrsa í BA-náminu og bara lokaverkefnið eftir. Þvílík gleði. Fékk tilkynningu um hvað ég á að lesa fyrir Menningararfinn núna áðan, get farið að hlakka til þess.