Jólaskap á síðunni

Ég er búinn að láta síðuna í jólabúning. Aðalverkið var að breyta myndunum. Núna koma hér handahófskennt myndir af mér að skreyta jólatréið.

Í dag kláruðum við jólakaupin, reyndar var síðasta gjöfin sem keypt var handa mér. Áðan fórum við til Árnýjar þar sem var heilt fjölskyldupartí að taka á móti Önnu systur frá Svíþjóð. Hún hafði vægast sagt óvæntar fréttir, ég hafði reyndar fengið fyrri hluta þeirra í gær en það var meira eftir…

Við skutluðum Önnu síðan á flugvöllinn og hittum þar meðal annars Særúnu.

Áðan skreyttum við síðan jólatréið, höfðum einmitt keypt skraut á það í dag.