Þegar námsbækurnar hafa verið lagðar til hliðar, að mestu, og fyrsta jólabókin étin upp þá var tími til kominn að lesa aðeins í The Selfish Gene. Ég er nú vel á veg kominn með þetta og ég verð að segja að bókin hefur opnað augu mín. Það er augljóst að sýn mín á líffræði og þróunarkenninguna sérstaklega hefur breyst en líka á félagsvísindin.