Ég er mjög angraður. Ég ætlaði að taka mína tölvu í gegn, þurrka allt út og setja aftur inn. Vandamálið er að þegar það var loks búið að þurrka allt út og byrja að setja inn aftur þá hætti geisladrifið að virka. Ég reyndi og reyndi og að lokum byrjaði þetta að fara aftur inn en þá þurfti innsetning að byrja upp á nýtt og síðan fokkaðist geisladrifið aftur upp. Ég veit ekkert hvort þetta fer eitthvað að ganga núna. Ég er böggaður. Ef ekkert gengur þá þarf ég væntanlega að fara með tölvuna aftur í búðina og bíð heillengi eftir að þeir úrskurði geisladrifið bilað. Og þarf að bíða heillengi eftir varahlut. Bögg bögg.