Við Eygló fórum á sekkjapíputónleika í kvöld með honum Gary West sem kennir Menniningararfinn. Unnur kom líka og við sátum fremst einsog við gerum í tímum. Það var fjör. Hann spilaði á tvær tegundir af skoskum sekkjapípum og tvær tegundir af flautum. Hann söng líka. Hann söng líka eitt sérstaklega áhrifaríkt kvæði, Kilkelly Ireland. Mig grunar að margir hafi verið gráti næst þegar söngnum lauk. Við keyptum síðan disk með honum sem ég er að spila akkúrat núna. Við sungum líka með honum í einu kvæði, það var mjög gaman. Síðan spjallaði hann mikið milli laga um hljóðfærin og tónlistina. Við vorum öll hrifin.