Prófsýning…

Ég mætti á prófsýninguna. Álit mitt á þessum kennara er afar lágt. Ég bara hafði ekki geð í mér að reyna að sleikja hann upp eða rífast til að hækka mig. Maðurinn hefur ekkert með það að gera að vera að kenna í háskóla. Ég hefði kennt þennan kúrs mikið betur en hann. Ég hef svo sem sagt þetta allt áður hérna.

Ég bara velti fyrir mér hvernig það hefði verið ef að þjóðsagnafræðin hefði verið kennd þannig að Aðalheiður hefði verið endalaust að lesa upp þjóðsögur. Þetta var ígildi þess. Hjátrúin var semsagt kennd þannig að við fengum upplestur um hin og þessi hindurvitni. Það var nær aldrei reynt að kafa neitt dýpra í þetta. Þetta var einfaldlega páfagaukafræðikúrs. Ég hef ekki áhuga á svoleiðis og ég fékk því 7 í kúrsinum.

Bókin sem við áttum að kaupa með var ágæt en við fórum nær ekkert í hana. Þvílík tímasóun sem þessi kúrs var. Ég vildi að ég gæti bakkað í tíma og valið aftur en maður situr uppi með valið. Ég stefni allavega á að berjast fyrir að þessi kennari snúi ekki aftur.