Síðan á sunnudag þá hef ég beðið spenntur við tölvuna eftir því að Vaka birti greinar um einstaklingskosningakerfið. Það hefur lítið gerst. Reyndar hefur ekkert efni komið á síðuna þeirra frá sunnudagskvöldinu.
Ég bíð jafn spenntur eftir að Dagga segi hvers vegna einstaklingskosningar virki ekki.
Í dag fór ég í stysta stofugang allra tíma. Við mættum í sal 2 í Háskólabíó. Kennarinn var ekki mættur. Við kynntum okkur. Kennarinn kom. Kennarinn rak okkur út. Á leiðinni út þuldum við upp eins mikið og við gátum. Þegar við vorum komin út þá sprungum við úr hlátri.
Skil vel að stofugangur fari í taugarnar á kennurum en það virðast ekki margar leiðir færar sem koma manni í tengsl við stúdenta. Þeim er oftast alveg sama þetta og ég skil þá vel því stúdentapólitík er kjaftæði. En stúdentum ætti ekki að vera sama því hagsmunabarátta stúdenta er gríðarlega mikilvæg þó hún týnist oft í ruglinu. Enda styð ég hagsmunabaráttu stúdenta en er á móti pólitíkinni.