Ég er að fara með fartölvuna mína aftur í viðgerð. Ég er mjög pirraður. Það er bara vika síðan að ég kom henni aftur í stand eftir að hún kom úr síðustu viðgerð. Á laugardaginn fór skjárinn á tölvunni að hegða sér undarlega. Fjölmargar bleikar línur birtust á honum. Þessa bleiku línur eru ekki til bóta.
Nú fer ég með tölvuna í viðgerð. Ætli þau vogi sér að segja mér að þeir muni kíkja á hana eftir þrjá daga? Og muni bjóða mér að borga auka pening til að komast framar í biðröðina? Ég mun þá pirrast.
Ég keypti tölvuna í nóvember 2004. Í janúar í fyrra hrundi harði diskurinn og ég þurfti að bíða í svona tvær vikur eftir að fá hana aftur (þá borgaði ég aukalega til að fá flýtimeðferðina). Í janúar drapst geisladrifið og ég þurfti að bíða í tvær og hálfa viku eftir henni.
Ekki góð kaup semsagt.