Heimsins stærsti iPod

Ég get haldið áfram pælingunni um móðurborðið.  Árið 1997 keypti ég mér tölvu.  Hún var af gerðinni Yakumo.  Hægt og rólega uppfærði ég hitt og þetta í tölvunni.  Nýtt geisladrif, meira minni, nýr kassi, nýtt móðurborð, nýjir harðir diskar og svo framvegis.  Ég er barasta ekki alveg viss um á hvaða tímapunkti síðasta stykkið úr gömlu tölvunni hvarf á braut.  Hugsanlega var það skjárinn sem ég endurnýjaði árið 2002 en kannski entust einhver stykki lengur.  Í raun er hún ennþá í notkun en þó aðallega sem heimsins stærsti iPod.  Ef maður fær sér nýtt sjónvarp eða nýjan dvd-spilara þá er það alveg ljóst en ég hef ekki átt nýja borðtölvu frá árinu 1997.