Stillingar á sjónauka

Ég er búinn að fatta hvað ég hafði stillt vitlaust þegar ég setti saman sjónaukann.  Núna er það komið í lag og hann ætti að vera stöðugri og auðstillanlegri næst þegar við förum með hann út.  Eygló er reyndar orðin nokkuð góð á honum, fann Satúrnus í gærkvöldi.  Skoðuðum Síríus líka og Tunglið náttúrulega.  Við skoðuðum líka hugsanlega Mars og eitthvað fleira sem við vorum ekki alveg viss um.  Í dag eyddi ég hellings tíma í að lesa um stjörnufræði og skoðun.  Þetta er hættulegt áhugamál greinilega.