Keila af tilviljun….

Ég skrapp í keilu áðan með Silju, Telmu og Sigrúnu. Sigrún vann okkur, ég varð í öðru. Ég veit ekki hvað ég á að gera við hana þegar hún sigrar mig bæði í keilu og skák, bíð henni kannski í körfubolta. Við fengum síðan dæmi um afar skemmtilega tilviljun þegar við vorum að spjalla saman þarna. Við enduðum á kaffistofunni í Odda þar sem við hittum Kalla hennar Telmu.