Kosin

Við Sigrún vorum í kvöld kosin ritstjórar Slæðings sem er ágætt miðað við að blaðið kemur út næsta föstudag.  Planið er reyndar að gefa út tvö blöð í viðbót undir okkar ritstjórn.  Ég hlakka til að gefa út næsta blað.  Við vitum þá nákvæmlega hvað við erum að gera.

Sigrún er líka orðin ritari Þjóðbrókar, Eggert áfram gjaldkeri og Jóhanna er núna formaður.