Menningararfurinn

Jæja, ég fékk 8 í Menningararfinum, eina kúrsi þessa árs.  Átta finnst mér mjög gott miðað við að prófið fór fram laugardaginn eftir Stúdentaráðskosningarnar.  Fimmtudagsnóttina vakti ég til að verða sjö (úrslitin komu rétt fyrir fimm) og vaknaði um tíuleytið til að læra með stelpunum.  Lá hálfmeðvitundarlaus í sófanum hennar Sigrúnar í nokkra klukkutíma og reyndi að svara einhverjum spurningum sem þær voru með.  Fór síðan heim og reyndi að lesa eitthvað.  Mjög steiktur lærdómur.  Nú er spurning hvort ég ætti ekki að fá Menningararfinn metinn í staðinn fyrir Almenna félagsfræði sem ég fékk bara sjö í, finnst alveg að hann ætti alveg skilið að vera talinn með sem val í bókasafns- og upplýsingafræði.