Slæðingstilviljun

Í gúgglun minni á Slæðingi rakst ég á að Anna Jensdóttir hefur vitnað í fyrsta árganginn í grein um Tón- og myndsafn Þjóðarbókhlöðunnar.  Af skemmtilegri tilviljun var Anna ein af þeim fyrstu sem fékk eintak af nýja blaðinu núna í vikunni (fyrst á eftir þjóðfræðinemum og greinahöfundum).  Sú sem fékk næsta eintak á undan Önnu var Rósa á Árnastofnun sem skrifaði einmitt greinina sem Anna hafði vitnað í.

Sigrún kom til landsins í gær og ég skutlaði nokkrum eintökum af Slæðingi til hennar í dag.  Hún fann strax fullt af villum sem enginn annar hafði tekið eftir (aðallega varðandi uppsetninguna og aðallega eitthvað sem enginn annar myndi telja galla).