Lítið í bókabúðum

Oft hafa Morgunblaðsgreinar Sigurðar Ægissonar verið kjánalegar en ég hafði sérstaklega gaman af því að hann var böggast í Voltaire núna síðasta sunnudag:

Ég hef alla vega ekki enn þá rekist á bók eftir hann [Voltaire] í verslunum.

Sigurður eyðir væntanlega ekki miklum tíma í bókabúðum.  Allavega lætur hann vera að skoða Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags því í þeim bókaflokki er að finna nokkuð fræga bók eftir Voltaire sem heitir Birtíngur.