Sænskar táldrósir koma í veg fyrir réttmætan sigur Íslands

Ég játa að mér finnst stórfyndið að Silvía hafi ásakað sænska keppandann um að sofa hjá Júróvisjónstjóranum.  Þetta minnir mig töluvert á það þegar Íslendingar afsökuðu tap Selmu með því að segja að sænski keppandinn hafi verið með stærri brjóst.

Ég er farinn að velta fyrir mér hvort tilgangur Silvíu sé fyrst og fremst að geta selt þessa þætti sína, sem hún virðist vera að taka upp þarna úti, í Evrópu.  Góður punktur hjá Sigmari um að það að móðgast yfir Silvíu sé eins og að vera fúll við Dame Ednu.  Brandarinn var ekki alveg nógu augljós til að koma okkur áfram.  Litháar gerðu ekki þau “mistök”.  Ég var mjög glaður að þeir komust áfram með sinn leikvallasöng.