Á Stúdentaráðsfundi

Fór áðan á minn fyrsta, og hugsanlega eina, Stúdentaráðsfund sem atkvæðisbær fulltrúi. Arndís var upptekinn þannig að ég þurfti að hliðra til svo ég gæti leyst hana af. Þetta var bara fínt. Það virðist að mestu vera ennþá hjónabandssæla hjá Röskvu og Vöku sem er indælt. Sat hjá Fjölni og hjálpaði honum með fundargerðina (fundargerðir Stúdentaráðs eru yfirleitt alltof langar þannig að ég hvatti hann til að stytta).

Elli kom og gerði grein fyrir síðasta starfsári, þið getið séð hann þarna lengst í burtu að nudda saman höndunum. Þetta voru reyndar eiginlega tveir fundir, skiptafundur og Stúdentaráðsfundur.

Til að þegja ekki alveg á þessum fundi þá minnti ég á mál sem ég vildi að yrði lagað, það að í sumarprófunum verður væntanlega enginn lengri opnunartími á Bókhlöðunni. Að sjálfssögðu var tekið vel í það enda er þetta fólk að berjast fyrir hagsmunum stúdenta.

Ég fórnaði líka lokaþætti Survivor fyrir þetta. Vonandi hefur upptakan gengið.