BA-verkefnaraunir

Ég var alveg búinn að gleyma að það væri 17. næsta laugardag.  Það þýðir að ég kemst ekki á Bókhlöðuna eins og ég hafði hugsað mér, þar að auki kemst ég ekki helgina eftir út af ráðstefnunni.  Bögg.  Maður fær ekki aukalegt frí og getur heldur ekki komið neinu í verk.  Þarf að koma mér á Hlöðuna.  Kannski get ég reddað einhverju á Borgarbókasafninu til að skrá en ég get ekki kíkt á lokaverkefni til að meta hvaða leiðir ég ætti að fara í skráningunni.

En ég er að setja mér reglur um að skrá eitthvað á hverjum degi.  Og ætti reyndar að vera að skrá akkúrat núna.  Ætla að hafa minnst fimm færslur á dag en er bara búinn með tvær.  En þetta er töluvert betra ástand en var fyrir helgi.  Jájá, þetta hefst alveg.