Við Vantrúarseggir áttum voðalega indæla stund í dag á Austurvelli eftir að fyrirlestrum lauk og áður Julia byrjaði með leikþáttinn. Margret Downey og maðurinn hennar hann Tom sátu þar með okkur ásamt Mulan dóttur hennar Juliu Sweeney. Við fórum í leik með stelpunni, köstuðum á milli okkar smá pakka af hunangi og sungum Row, row, row your boat. Í miðjum klíðum fór ég að hlæja og sagði að hér væru komnir allir þessir óttalegu herskáu trúleysingjar sem geta hrætt suma uppúr skónum með því að vera til…