Fáir lesendur vefrits?

Það þegar vefrit linkar á aðrar síður er góð leið til að sjá hve marga lesendur það vefrit hefur.  Akkúrat núna virðist það vera þannig að á einum og hálfum sólarhring hafi komið þrettán gestir af þessu vefriti.  Í raun eru þetta svo fáir gestir að það tók mann 34 klukkutíma að taka eftir hlekknum. Hvað það þýðir um heildargestafjölda er erfitt að spá en þetta eru til dæmis færri gestir heldur en hafa farið af minni síðu yfir á bloggið hennar Kristínar Helgu sem ég vísaði á í morgun.