Fólk gæti haldið að öllu ráðstefnuveseni væri lokið hjá nefndinni en það er ekki alveg rétt. Ég er ennþá að fá tugi tölvupósta um þetta og þar að auki eru ráðstefnugestir að biðja mig um myndir. Það er í vinnslu. Dan, Annie og Julia koma aftur í borgina í dag eftir að hafa tekið túr um landið, Julia fer á morgun en hjónin á þriðjudaginn ef ég man rétt.
Ég er samt að ná að stroka út atriði af to-do listanum mínum sem ég hafði hunsað í lengri tíma, er til dæmis búinn að borga Gotlandsflugið.