Ég var að klára The Meme Machine eftir Susan Blackmore. Hún hafði lengi verið á leslistanum mínum. Ég keypti greinasafnið A Devil’s Chaplain eftir Richard Dawkins þegar hann var hér á landi og las hana mjög fljótt. Í henni er formál sem Dawkins skrifaði fyrir The Meme Machine. Ég sá að ég gæti ekki beðið lengur og pantaði bókina frá Amazon.
Bókin er mjög þægileg aflestrar og að mestu auðskilin. Hún inniheldur líka hrikalega spennandi pælingar. Kaflinn um sjálfið er alveg stórkostlegur og storkar örugglega hugmyndum flestra. Þetta rifjaði upp fyrir mér heimspekitíma í MA þar sem við rökræddum frjálsan vilja. Umræðan fór þannig fram að ég talaði gegn frjálsum vilja en allir hinir reyndu að hrekja það sem ég sagði. Ég tel ennþá að ég hafi rétt fyrir mér.
Spurningin sem ég spyr mig eftir lesturinn, og reyndar á meðan honum stóð, er hvaða gagn sé að mímkenningunni. Að grunni til er þetta augljóslega afskaplega öflug myndlíking fyrir það hvernig hugurinn mótast en er þetta kenning sem getur hjálpað okkur meira? Ég er ekki alveg viss.
Í kjölfarið á þessu þá langar mig að rifja upp extelligence pælingar Jack Cohen og Ian Stewart. Það fer augljóslega að einhverju leyti á svipaðar brautir.
Allt er þetta í þágu þjóðfræðinnar. Eru þetta kenningar sem geta hjálpað mínum fræðum? Og í kjölfarið spyr maður hvort þjóðfræðin geta lagt eitthvað til inn í þessar kenningar. Gamangaman.