Á eftir fer ég á BA-verkefnisfund. Get ekki sagt að ég sé vel undirbúinn. Helgin leið hjá í veikindamóðu, náði að gera einhverjar 10 færslur sem væri fínt ef ég hefði svona 20 helgar til að klára verkefnið. En í næstu viku stefni ég á að búa á Bókhlöðunni frá svona 10-17. Það ætti að duga. Ég held að ég geti yfirleitt gert 10 færslur á góðum klukkutíma. Síðan koma leiðinlegu færslurnar sem taka mun lengri tíma. En stefnan er semsé að klára alla skráningarvinnu í næstu viku. Síðan er bara að fara yfir allt og skrifa inngangskaflana, setja saman skrárnar og allt hitt. Verð væntanlega daufur fyrstu vikurnar í skólanum. Síðan hress og kátur. Og að lokum bókasafns- og upplýsingafræðingur.