Rannsóknir í þjóðfræði

Ég fór í minn fyrsta tíma í Rannsóknum í þjóðfræði í dag. Dagbjört, Galdra-Tommi, Bryndís sem skrifaði grein í Slæðing, Júlíana Berkeleybúi og tvær Sigrúnar voru mætt (ekki nein þjóðfræði-Sigrún sem ég hef áður minnst á, það er enginn skortur á þeim í faginu). Valdimar ógnaði okkur með gríðarlegu magni lesefnis. Verst er reyndar hve óendanlega heillandi mér finnst þetta vera.  Hlakka bara til.


Valdimar að sýna okkur nýja vefinn.

Ég vissi ekki að það væri hægt að opna glugga í Lögbergi, er það nýtilkomið?