Í morgun fór BA-verkefnið í prentun. Náunganum hjá Háskólafjölritun þótti mikið til koma enda er verkefnið 113 síður, um 25 þúsund orð og 163 þúsund slög. Ég sá líka verkefnið hennar Magnhildar í tölvunni hjá honum.
Arngrímur gerði mér þann greiða að lesa inngangskaflana yfir fyrir prentun. Margar þakkir fyrir það.