Strætósending

Ég var að spjalla við Hjalta í gær og við vorum að reyna að plana það hvernig ég ætti að koma eintaki af The God Delusion til hans. Ég var alveg að fara að ná Strætó til að komast í tíma þannig að ég ætlaði að kveðja hann. En þá fékk ég hugmynd.

Það er þannig að við Hjalti notum sama Strætóinn til að komast í Háskólann (hann kemur inn í Kópavoginum). Mér datt þess vegna í hug að ég tæki bara bókina með mér en Hjalti myndi koma upp að stoppistöðinni sinni. Ég myndi síðan rétta honum bókina þegar vagninn stoppaði þar.  Við ákváðum að framkvæma þetta. Farþegarnir horfðu svoltið undarlega á mig þegar ég rétti Hjalta bókina án þess að hann stigi inn í vagninn.

Þetta leit út einsog ódýr útgáfan af dópafhendingu. Easy-dope fíkniefnasalar, ekkert bruðl.