Dylgjublogg

Fyrir um ári síðan kom ákveðinn fáviti sem ég hafði áður ekki vitað að væri til og kallaði mig andlega krepptan í athugasemdakerfi bloggara sem við lesum greinilega báðir.  Ég svaraði fíflinu einfaldlega, sleppti því reyndar að notast við skítkast á móti og tel mig hafa orðið ofan á í þeim orðaskiptum.  Hugsaði svosem ekkert mikið meira um það þar til nýlega.  En það er satt það sem sagt er, þegar bullan á skólalóðinni fer að grenja er aumkunarvert að horfa á.  Mér hefur alltaf þótt göfugra að ráðast á sterka aðila heldur en auma.  Þeir sem eru hins vegar vanir á að ráðast á minni máttar verða voða hissa og sárir þegar slegið er til baka.