Meðmæli

Ef þið viljið veg menntunar og þekkingar sem mestan skrifið þá undir hér: http://student.is/undirskriftir/.

 

Á morgun verður mælt með menntun og bera meðmælin yfirskriftina “Vér meðmælum öll”. Markmiðið er að fá meiri umfjöllun um menntun fyrir komandi Alþingiskosningar sem verða næsta vor. Fulltrúum stjórnmálaflokka er tíðrætt um gildi menntunar og nauðsyn þess að gera Ísland að þekkingarþjóðfélagi í fremstu röð. Nú er komið að því að stjórnmálamenn svari því hvað þeir eiga nákvæmlega við þegar þeir lofa framþróun í háskólamálum og þekkingariðnaði á Íslandi og hvernig þeir ætla að ná markmiðum sínum.

 

Það er okkar, stúdenta, að ýta undir umræður um menntun og gera menntun að næsta kosningamáli.

 

Stúdentar ætla því að safnast saman á morgun, fimmtudag, kl. 15:00 fyrir framan Aðalbyggingu HÍ, þaðan verður gengið að Alþingishúsinu og haldin verða meðmæli á Austurvelli.

Dagskrá á fimmtudaginn 12. október:

15:00 Stúdentar safnast saman fyrir utan Aðalbyggingu HÍ
15:30 Meðmæli á Austurvelli
16:00 Októberfest í tjaldi á lóð HÍ