Útskriftarveislan mín

Ég mun útskrifast með pompi og prakt (eða er það pragt? á maður sem er í framhaldsnámi í háskóla ekki að vita svona hluti?) laugardaginn 21. október.  Ég mun hins vegar halda upp á útskriftina daginn eftir og fara sjálfur í veislur hjá öðrum á daginn sjálfan.

Semsagt: Útskriftarveisla sunnudaginn 22. október, heima hjá mér, klukkan 15:00. Kökur, gos og mjólk verða í boði. Ekkert áfengi.  Ég fer að senda út pósta til að bjóða fólki en þið sem viljið staðfesta komu ykkar eða segja að þið komist ekki getið sett athugasemd um það í kerfið hér eða sent mér póst.