Í skólanum

Nokkuð strembinn dagur.  Rannsóknirnar voru kenndar á Bókhlöðunni og voru að vanda líflegar umræður þar.  Aðeins nær merkingu námsefnisins eftir það spjall allt saman.  Síðan var Trú og tákn þar sem ég fékk samþykki fyrir ritgerðarefni sem er nátengt MA-ritgerðinni minni.  Því fagna ég.  Rósa góða skutlaði mér svo heim að loknum tíma.

Á eftir hitti ég nemendur í Rannsóknunum á kaffihúsi og verður þá spjallað.  Við erum að nýta tækifærið á meðan Vilborg er ennþá á landinu.  Í fyrramálið þarf ég að fara í tímaverkefni en hinir tímarnir falla niður.  Stefni að því að nota tímann til að lesa fyrir Rannsóknirnar í næstu viku.  Mikið að gera.