Að hitta samnemendur er góð skemmtun

Oli og DagbjortÞað er góð hugmynd að vera á spjalli með samnemendum sínum fram á nótt þegar maður er að fara í próf daginn eftir og þarf að lesa efnið aftur yfir. Eða kannski ekki góð hugmynd. Bara gaman.

Dagbjört, Bryndís, Vilborg, Júlíana, Tommi og ég, MA-nemar í þjóðfræði (nema Tommi sem er næstum MA-nemi) hittumst á Sólon og spjölluðum um námið og fræðin. Frábær skemmtun í gegn. Valdimar, kennari vor, lét sjá sig eftir að tveir tímar voru liðnir og hékk með okkur þar til að klukkan var farin að ganga eitt. Verðum að gera þetta aftur.

Myndin er af mér og Dagbjörtu. Ég ætlaði að vera með Zoolander svip en þetta er ekki alveg að virka fúlskeggjaður.

En ég las lesefnið yfir og ætti að vera ágætlega búinn undir prófið. Núna er það bara fjórir tímar í svefn og aftur á fætur. Jey.