Pródúktívur morgun

Ágætur og uppbyggilegur morgun.  Fór í tíma sem Hjalti skrópaði í. Fékk reyndar lægri einkunn fyrir verkefni tvö heldur en fyrir verkefni eitt.  Bögg.  Fór síðan til Terry að spjalla.  Minntist á þær hugmyndir og þau plön sem ég hef fyrir ritgerðina.  Hann tók öllu vel.  Fékk líka samþykki hans fyrir að láta vaða með Nýfundnaland þannig að ég fór upp á Alþjóðaskrifstofu til að fá nánari upplýsingar.  Ég er semsagt kominn aftur af stað í það ferli og það lítur bara vel út.  Jibbý.

Næsta stopp var Bókhlaðan til að taka bók sem Terry mælti með varðandi shamanisma-ritgerðina mína.  Fann hana og stökk í næsta strætó heim.  Náði að hoppa útúr S3 niðrí Mjódd, versla í Nettó og ná S4 á um það bil þremur mínútum.  Það er ekki lélegur árangur.  Reyndar þurfti ég að hlaupa upp vagninn.