Í morgun fór ég á minn fyrsta skorarfund sem fulltrúi mastersnema í þjóðfræði. Mér skilst að aldrei hafi fulltrúar nemenda talað jafn mikið og ég þá væntanlega sökudólgurinn. Vann síðan í fyrirlestri morgundagsins, gekk ágætlega. Fór síðan að spjalla við Valdimar um verkefnið sem ég er að undirbúa. Líklega rétt athugað hjá honum að ég verði að passa að það verði ekki of viðamikið.