Ég man nú ekki hvort ég hafi nokkurn tímann verið svona lengi að á miðvikudagskvöldi. Við nemendur í Rannsóknum í þjóðfræði fórum semsagt í mat til kennara okkar hans Valdimars. Fengum fínan mat og síðan var spjallað frameftir. Sum okkar fengu að máta ráðherrastól sem Valdimar er með hjá sér. Við Dagbjört tókum síðan leigubíl að verða hálffimm, hún að fara að passa en ég að fara að sofa. Ég vildi semsagt ekki vera keyrandi því bíllinn er á sumardekkjum. Nú er komið að svefni en ég veit ekki alveg hvort hausinn er til í að slökkva á sér.