Ég var að borga Menntamálaráðuneytinu 5500 krónur sem þýðir væntanlega að ég má byrja að titla mig bókasafns- og upplýsingafræðing. Það er fínt í undirskrift á aðsendum greinum, höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Ég veit ekki alveg á hvaða tímapunkti ég mun telja það réttlætanlega að titla mig þjóðfræðing hægri vinstri.