Minningar tengdar lögum eru áhugaverðar. Núna er ég að hlusta á Sunday Morning með No Doubt. Í huga mínum kemur upp mynd frá sumrinu 1997. Ég er að vinna hjá LoftOrku, úti að setja saman mót fyrir súlurnar í álverinu á Grundartanga. Við erum úti enda eru súlurnar þannig að ekki er hægt að steypa þær inni við. Það er ekki rigning en það liggur í loftinu að það fari bráðum að rigna. Ég er með þeim Kalla, Jóa og Kristjóni. Jói kallar á Kalla „Sunday Morning á Bylgjunni“ því hann vildi alltaf vita af því þegar lagið væri í spilun.