Hver man ekki eftir Boulder Dash? Hugsanlega mjög fáir.
En Manic Miner?
Það er voðalega skrýtið að spila 20 ára gamla leiki og muna svona nokkurn veginn hvernig maður á að komast í gegnum borðin.
Í hve mörg ár í viðbót ætli maður geti spilað Boulder Dash? Besti tölvuleikur sem gerður hefur verið. Núna get ég notað Amstrad hermi til að spila hann í Windows. En hvað með eftir 20 ár? Ætli ég geti haft Windows hermi til að knýja Amstrad herminn og þá spilað Boulder Dash með tvöföldum hermi?