Próf í munnlegri hefð á eftir og mér finnst ég ekki vera vel undirbúinn. Urf. Vil fá 100% spurningu úr Singer of Tales.
Ég hef verið að velta einu fyrir mér og síðast þegar ég leitaði að svari þá fann ég ekki. Hvernig dó Milman Parry? Það er minnst á slysfarir og byssuskot á einum stað en það er ekki skýrt frekar. Ég er forvitinn. Kannski að ég spyrji Gísla þegar hann kemur í prófið.