Þegar maður býður fólki í mat klukkan 19:30 og það fer klukkan 5:40 þá gerir maður ráð fyrir að það hafi skemmt sér. Ég veit að ég skemmti mér vel. Ég fékk semsagt Rannsóknafólk í heimsókn Dagger, Galdri og Edinborgarbúinn komust reyndar ekki. Bryndís mætti hins vegar fyrst og gerðist aðstoðarkokkur. Ég eldaði semsagt mexíkanska kjúklingaréttinn fyrir fólkið. Valdimar mætti síðan með eftirrétt. Ég held að maturinn hafi runnið ljúflega ofan í fólk, ég á samt afgang. Síðan spiluðum við og spjölluðum. Reyndum fjarspil með frekar litlum árangri.
Ég tók nærri klukkutíma í tiltekt og uppvask núna. Notalegt eiginlega. Mjög skemmtilegt kvöld og það gerir mann glaðan að þekkja svona skemmtilegt fólk.