Ég hætti af einhverjum ástæðum að lesa etnómúsíkólgíugreinarnar og fór þess í stað að lesa um gamla blúsara á All Music Guide. Í leiðinni ákvað ég að redda mér tónlist með þessum náungum. Akkúrat núna er ég að hlusta á lög með Son House og ég verð að segja að þetta er ákaflega flott. Aldrei verið mikið fyrir blúsinn til þessa en þetta fíla ég.
Son House er semsagt maðurinn sem hafði hve mest áhrif á Robert Johnson og af mörgum álitinn miklu merkilegri listamaður (á sínum tíma voru eiginlega allir á því að hann væri hæfileikaríkari en Johnson). Hann var upppgjafapredikari. Get ekki sagt annað en að það hafi verið gæfa heimsins að hann skipti um starf. Ég hlakka til að byrja í kúrsinum á mánudaginn.
Ef ég hefði meira vit á tónlist, eða öllu heldur tónfræði, þá væri ég meira en til í að verða etnómúsíkólóger. En væntanlega verð ég í staðinn bara að halda áfram að reyna ýta Sigrúnu út á þá braut.