Skemmtileg helgi

Helgin verður skemmtileg.

Í fyrramálið byrjar ballið. Þá mun ég fara á spjallfund, með góðum hópi, með finnska þjóðfræðingnum Lauri Harvilahti. Annað kvöld verður síðan videokvöld hjá Þjóðbrók þar sem við horfum á Blúsbræður.

Á laugardaginn verður tvöfalt málþing varðandi munnlegar heimildir. Gaman þegar maður er svo djúpt sokkinn í þennan heim að maður þekkir flesta Íslendingana sem eru þar persónulega. Á laugardagskvöld er síðan afmælisveisla.

Á sunnudaginn verður Anders Andrén fornleifafræðingur frá Háskólanum í Stokkhólmi með fyrirlestur um fornleifar og norræna trú. Við lásum einmitt áhugaverða grein um Gotlandsteinana eftir hann í Norrænni trú hjá Terry.

Grúví stuð semsagt!
Ég tók annars ákvörðun áðan um að sleppa prófinu í Deltablúsinum. Ég hef ekkert náð að læra síðan kúrsinn kláraðist og ég þarf ekki einingarnar. Ég náði hins vegar að læra svo margt þarna, og í eigin lestri í kringum efnið, að ég er afar glaður yfir að hafa setið hann.