Jæja, ég uppfærði bloggin á Truflun. Ég varð var við smá vandamál. Ritillinn, þar sem maður skrifar færslur, hætti á sumum stöðum að sýna textann eins og hann birtist á blogginu og sýnir hann þess í stað sem html. Þetta er auðleyst mál. Bara að fara í Notendur – Þitt yfirlit og haka við “Use the visual editor when writing”. Þá er því bjargað. Fólk virðist þurfa að gera þetta sjálft.
Ég bið annars Truflaða fólkið að láta mig vita ef það er eitthvað vesen.
Aðal plúsinn við þessa uppfærslu er að færslur sem maður er að skrifa eru vistaðar á tveggja mínútna fresti þannig að ef að vafrinn frýs þá ætti ekki að vera vandamál að endurheimta allavega stærstan part færslunnar. Reyndar hef ég ekki aldrei lent í því að missa færslu í WordPress. Ýmislegt annað hefur einnig verið breytt og bætt.