Skemmtilegur dagur

2007_0206_091858aa.JPGDagurinn var skemmtilegur. Ég held að fundurinn í gærkvöldi hafi hresst mig. Síðan fórum við í ákaflega gefandi stofuganga í morgun. Best var þegar Christian og Raffi voru teknir upp að töflu og beðnir um að nefna einhverja óreglulega sögn á íslensku. Þeir náðu því. Skemmtilegt að vera bara áhorfandi að stofugangi til erlendra stúdenta og leyfa þeirra eigin fulltrúum að tala.

Fjölnir samþykkti að vísu ályktunina í gær en við tókum þá ákvörðun að skipta okkur ekkert af hjónaerjunum. Svarið sem kom frá þeim sem fengu bakstunguna í gær var alveg stórfyndið. Ég hló og hló.

Kosningablaðið okkar kom út og virkar bara vel (ein tínsí vínsí mistök). Ég er sérstaklega ánægður með að greinin mín um erlenda stúdenta hafi endað þar inni. Við erum augljóslega á síðasta snúning með blaðið en það þurfti að koma út á jöfnu (fjárráð okkar eru mjög takmörkuð) og við fengum ekki inn síðustu auglýsinguna fyrren seint og síðarmeir. En við náðum að nýta það vel.2007_0206_150718aa.JPG
Í dag hitti ég Kötlu litlu Þórarinsdóttur í fyrsta sinn. Hún var í fylgd með frænku sinni sem reyndi að sannfæra hana um að kjósa Röskvu en mér sýndist að Katla væri nú farin að halla sér að Háskólalistanum.

Í kvöld verður hreinsaður upp áróður og meiri áróður borinn út. Fjör. Kosningabaráttunni lýkur í kvöld. Sem betur fer stundar Háskólalistinn engan áróður á kosningadögunum sjálfum þannig að við erum laus.

Að lokum! Þegar hinir hringja, munið eftir okkur!