Eygló bendir réttilega á að ef allir mæta og kjósa Háskólalistann á morgun og fimmtudaginn þá kemst hún í Stúdentaráð. Við treystum á ykkur.
Það er kosið í flestum byggingum Háskólans og engin afsökun fyrir að kjósa ekki. Það eru tveir kostir í boði, gamla kerfið annars vegar og við hins vegar.
Háskólalistinn hefur þegar skráð sig nafn sitt í sögubækur Stúdentaráðs en eftir þessar kosningar ætti nafnið að vera orðið feitletrað. Erlendur nemi í Stúdentaráði. Ég verð mjög stoltur ef það gengur eftir. En við þurfum stuðning stúdenta. Kjósið breytt Stúdentaráð, kjósið samvinnu, kjósið Háskólalistann.