Ég kaus núna áðan eftir miklar pælingar um hvað ég ætti að kjósa til Háskólafundar. Ég hef þá fjórum sinnum kosið í Stúdentaráðskosningum, í öll skiptin hef ég kosið Háskólalistann og þetta er í þriðja skiptið sem ég kýs sjálfan mig. Ég gleymdi samt að dást að eigin nafni á kjörseðlinum.
Ég kaus í Árnagarði en þið getið kosið í flestöllum byggingunum Háskólans. Ég valdi þennan stað af því að mér líkar vel við þann sem stýrir kjördeildinni.
Ég ætla allavega ekki að upplýsa hvað ég kaus til Háskólafundar. Auður verður fyrst til að komast að því.