Sjáðu mig dansa

andvakafolk.jpgÞað var afskaplega gaman í gær.  Háskólalistafólkið er ótrúlega skemmtilegt.

Ég var að muna að í gær þá lofaði ég honum Harald hjá Vöku að Háskólalistinn myndi ekki halda kosningaandvöku heldur kosningaandröskvu ef Röskva næði meirihluta.  Það kemur í ljós hvort að ég verði að standa við það.

En í dag þá er ég ennþá fegnari að við töpuðum stórt.  Get ekki ímyndað mér hvað þetta hefur verið ömurlegt fyrir Vökuliða í gær að hugsa um þá sem þeir komu ekki á kjörstað.  Vona að þau átti sig á að þetta er enginn heimsendir og að það kemur dagur eftir þennan dag.  Væntanlega erfitt þegar fólk tekur þetta svona mikið inn á sig.

Ég er hins vegar með frelsistilfinningu í dag.  Það að hafa verið í stúdentapólitík í tvö ár þrátt fyrir að þola ekki stúdentapólitík fer frekar illa með mann.  Núna er ég laus frá þessu að mestu.  Nokkrir lausir endar sem þarf að hnýta og svo er þetta komið.

Bless bless heimskulega stúdentapólitík.